Fréttamannastyrkir Norðurlandaráðs 2014

(1402091)
Íslandsdeild Norðurlandaráðs

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
13.03.2014 8. fundur Íslandsdeildar Norður­landa­ráðs Fréttamannastyrkir Norðurlandaráðs 2014
Ákveðið var að veita eftirfarandi blaðamönnum fréttamannastyrki Norðurlandaráðs 2014.

Önnu Lilju Þórisdóttur, til verkefnis um búferlaflutninga Íslendinga til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar frá árinu 2008, 12.500 DKK.

Gunnari Smára Egilssyni, til verkefnis um vestnorræna menningu á Norður- og Vesturströnd Noregs, á Íslandi, í Færeyjum, á Grænlandi, í Kanada, og á eyjunum við Skotland, 15.000 DKK.

Ingveldi Geirsdóttur, til verkefnis um búferlaflutninga Íslendinga til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar frá árinu 2008,12.500 DKK.

Magnúsi Halldórssyni, til verkefnis um húsnæðislánafyrirkomulag á Norðurlöndum, 15.000 DKK.

Sveini H. Guðmarssyni, til verkefnis um Norðurlöndin sem fyrirmynd sjálfstæðissinna í Skotlandi og samleið mögulegs nýs skosks ríkis með Norðurlöndum, 10.000 DKK.

Þóru Tómasdóttur, til verkefnis um samstarf Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur í kvikmyndageiranum, 15.000 DKK.

Ægi Þór Eysteinssyni, til verkefnis um barátta lögregluyfirvalda í Svíþjóð gegn skipulagðri glæpastarfsemi og samstarf lögregluyfirvalda á Norðurlöndum í þessum efnum, 10.000 DKK.
26.02.2014 7. fundur Íslandsdeildar Norður­landa­ráðs Fréttamannastyrkir Norðurlandaráðs 2014
Fjallað var um umsóknir um fréttamannstyrki Norðurlandaráðs 2014.